Lína – Rými – Tími / Line – Space – Time

Lína – Rými – Tími / Line – Space – Time

Lína – Rými – Tími / Line – Space – Time

Sýning að Nýp 2024,  Lína – Rými – Tími
Verk Þóru Sigurðardóttur

Á sýningu í Nýp Sýningarrými og víðar í húsakynnum staðarins, eru til sýnis nýleg og eldri verk Þóru Sigurðardóttir myndlistarmanns. Þar á meðal eru teikningar á striga, ætingar/prent og stillur úr vídeó. Verkin eru dæmi um áralanga könnun Þóru á efni, rými og margvíslegum víddum og plönum. Sýningin er samhliða sýningu Þóru í Listasafni Íslands “Járn hör, kol og kalk: Ný verk Þóru Sigurðardóttur” sem stendur yfir til hausts, 15.september nk.

Sýningarstjórn í samtali við Becky Forsythe og Sigrúnu Sumarliðadóttur. Sýningartexti er eftir Becky Forsythe.

Vefsíða þóru: thorasig.is

 

INNRI HVERSDAGSLEIKI

Sýningin að Nýp 2024  Lína – Rými – Tími  varðar hversdagslegan veruleika; þögull taktur sem líkist hjartslætti, stjórnar flóknum línum, hreyfingum og mynstrum sem þræða í gegnum ys og þys daglegs lífs. Þessi myndlíking birtist skýrt í sýningunni á Nýp þar sem fjölbreytt listaverk tengjast margvíslegum efnivið. Þessi verk, stillur úr videó, teikningar- eða málverk á striga, og prentaðar ætingar á bómullarpappir, endurspegla samtal listamannsins, Þóru Sigurðardóttur, við efni, rými og plön, ofið saman í samfellda frásögn listar og lífs.

Hugmyndir um heimili, gestgjafa og umhverfi okkar móta samhengi verka Þóru á sýningunni, og draga upp samsvörun milli eiginleika þeirra rýma sem við tengjumst og flókinna mynstra heimilislífsins. Á sýningunni birtist spenna á milli formanna í sumum verkum Þóru andspænis mýkt litanna í prentverkunum og lífrænum formum í vídeóstillunum. Þessar andstæður draga fram kraftmikið samspil forms og efnis, auðgar frásögn verkanna og býður áhorfendum að kanna flókið jafnvægi á milli skipulags og óreiðu, bæði í list og lífi.

Sýningin Lína – Rými – Tími hér að Nýp á Skarðsströnd hefur sérstaka þýðingu fyrir listamanninn. Staðurinn hefur um árabil verið uppspretta innblásturs fyrir listrænt ferli Þóru og hýsir nú ný og nokkur eldri verk.

Í stuttu viðtali Becky Forsythe við listamanninn eru sumar þessara hugmynda útfærðar nánar með hennar eigin orðum:

Becky Forsythe: Byggingar á Nýp voru að mestu í rúst þegar þið hjónin komuð fyrst auga á þær en hafa síðan verið endurbyggðar og endurhugsaðar samhliða listferli þínum. Hvernig hefur þessi bygging, umhverfið, og ferlið við endurreisn staðarins haft áhrif á val þitt á efnum, aðferðum og listsköpun í gegnum tíðina?

Þóra Sigurðardóttir: Við getum horft á húsið sem eins konar ramma um líf, einhvers konar húð eða hlíf um viðkvæmt efni. Húsið fylgir ákveðnu skipulagi, planteikningu sem gerð hefur verið, skissað upp í samtali við þau sem munu búa í eða nota bygginguna. Húsið að Nýp var byggt um 1936 og kom í stað torfbæjar. Það var reist af heimafólki úr staðbundnum efnum, auk sements frá Danmörku, greinilega undir áhrifum af erlendum hugmyndum um heilsusamleg híbýli. Það er áhugavert hvernig húsið var hugsað og skipulagt með hliðsjón af umhverfinu, veðri og vindáttum, fólki og dýrum, þörfum þeirra og athafnasvæði. Jafnframt hvernig efnisvalið hefur stöðug áhrif fólk og dýr. Þar er snerting, samspil og samtal. Hér skiptir aðdráttarafl jarðar jafnframt meginmáli; við höfum ævinlega einhvern snertipunkt við láréttan flöt “horisont” og erum stöðugt að leitast við að halda jafnvægi. Þetta er jafnframt sá grunnþáttur sem er áhugaverður við teikningu. Massinn, rúmtakið, lóðrétt og lárétt, jafnvægi.

BF: Kerfi, taktar, snertipunktar og mynstur í daglegu lífi, skipulögð og lífræn, eru leið fyrir þig til að flétta saman efni og hugmyndum í verkum þínum og einnig til að íhuga stærri hugtök. Gætir þú útskýrt frekar þær tengingar sem eru þér innblástur fyrir verkin þín á sýningunni?

ÞS: Í vinnu með rými og efni hef ég lagt mig fram um að þróa með mér og efla tilfinningu fyrir efni og rými umhverfis. En líka fyrir mínu eigin efni, líkama mínum, innvortis og útvortis. Með því að vinna með þessa skynjun, sem liggur í húð okkar, heyrn og sjón er eins og veröldin, innri og ytri, opnist og allt tali sínu máli. Efnið tjáir sig, hvort sem við tökum eftir því eða ekki.
Þessi vegferð er langvinn en stöðug, allt breytist og hreyfist. Í daglegum takti okkar, sem við komum fyrir í kerfum af ýmsu tagi, er eiginlega allt mjög músíkalskt; nótnaskrift í vestrænni tónlist er ákveðið kerfi sem setur ramma um tíma og rúm, það gerir almanakið líka. Síðan eru ævinlega alls konar frávik! Kerfi klassískrar teikningar gefur okkur ákveðna fjarvídd til að vinna með í athugunum okkar og rannsóknum á veröldinni. Hið stafræna kerfi er í grunninn líka byggt á neti lóðréttra og láréttra lína. Viðleitni okkar til að henda reiður á upplausn. Kerfin geta sett okkur íþyngjandi skorður en þau geta líka gefið okkur frelsi. Matargerð og sýsl með það sem sprettur úr jarðveginum en einnig sýsl með líkama þeirra félaga okkar sem dýrin eru, þar sem við þiggjum orku þeirra og gerum að okkar; eins og hefur tíðkast í hjarðbúskap á Íslandi og annars staðar: Að taka við innmat, himnum, fitu og blóði og breyta því í pylsur, sláturkeppi, lifrarpylsur o.s.frv. Allt notað, engu hent. Þetta kerfi, fengitími, rekstur á fjall, smölun, slátrun og úrvinnsla, einnig sáning og uppskera, fylgir gangi himintungla, árstíðunum. Í þessu öllu er ákveðið lífrænt flæði sem er áhugavert að gefa gaum.

 

Joan Perlman

Joan Perlman

Joan Perlman

 
English below
 
Listamanninum Joan Perlman hefur verið boðið að dvelja í vinnustofunni allan maímánuð 2024 sem fyrsti gestalistamaðurinn og er því sérstaklega velkomin. Joan er búsett í Los Angeles og í New Mexico.
 
Vinnustofan verður opin almenningi sunnudaginn þ. 19. maí nk. kl. 17:00 og þá mun Joan kynna verk sín.
 
Joan Perlman er bandarískur myndlistamaður með aðsetur í Los Angeles og Lamy í Nýju Mexíkó.

Perlman hefur sýnt víða og hlotið fjölda verðlauna og styrki í heimalandi sínu og erlendis fyrir verk sem eru innblásin af eldbrunnu landslagi Íslands, en það hefur lengi vakið áhuga hennar. Myndbönd hennar, málverk og prent fjalla um hráa og grófa fegurð þessarar norðlægu eyju. Perlman hefur því einkum áhuga á þeim miklu breytingaröflum sem umskapa jörðina og leiða í ljósi hversu mjög náttúra okkar og umhverfi okkar er breytingum háð. Myndbönd hennar veita okkur innsýn í krafta þessara jarðnesku afla og gera þau sýnileg.
Í verkum sínum skrásetur Perlman síbeytilegt umhverfið og þau áhrif sem það hefur á hana. Á nýlegum videóum hennar, t.d. Thaw (2020), Drowning Pool (2019) og Dispersion (2016), birtast einnig hljóðmyndir sem unnar eru í samvinnu við alþjóðleg samtímatónskáld, þar á meðal Laurie Spiegel, Linda Buckley og Chris Watson.

Ný kvikmynd Perlmans, Sweep (2024) var nýlega frumsýnd í Screenings, verkefni samtímavideólistamanna við háskólann í San Diego í Kaliforníu. Videó hennar hafa verið sýnd á norrænu alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í New York og Currents New Media Film Festival í Santa Fe í  New Mexico.
Árið 2022-23 fékk Perlman styrk frá American-Scandinavian Foundation í New York. Á Íslandi hafa myndir og videó Perlman verið sýndar á einkasýningum í Hafnarborgar og á Skriðuklaustri.

English
 
Joan Perlman has been invited to be the first Artist at Nýp Residency and is very welcome here. She will be staying here the whole month of May 2024, working on her art, enjoying the vast landscapes and peaceful atmosphere.

Joan Perlman is a multi-disciplinary artist based in Los Angeles and Lamy, New Mexico. Perlman has exhibited widely and received numerous awards and fellowships in the US and abroad for work that is inspired by the volcanic landscapes of Iceland, her long standing muse. Her videos, paintings, and prints consider the raw, convulsive beauty of this far north island. Perlman’s interest is in the metamorphic forces that greatly alter Earth’s terrain, revealing the impermanent and transitory qualities of the natural world; her videos are a window into the effects of these earthly forces, the planet’s invisible energy made visible. Perlman’s work documents and resists the morphing terrains that compel her. Recent videos such as Thaw (2020), Drowning Pool (2019), and Dispersion (2016), feature original soundtracks made in collaboration with a range of international contemporary composers, including Laurie Spiegel, Linda Buckley and Chris Watson.

Perlman’s new film Sweep (2024) recently premiered in Screenings, a project of contemporary video artists at the University of San Diego, California. Her videos have been featured in the Nordic International Film Festival in NY and Currents New Media Film Festival in Santa Fe, NM. In 2022-23, Perlman was awarded an Arts Fellowship from the American-Scandinavian Foundation, NY.

In Iceland Perlman’s paintings and videos have been exhibited in solo shows at the Hafnarborg Museum and Skriðuklaustur Museum.

Þökkum stuðning Frumkvæðissjóðs DalaAuðs og SSV.

Snípa / Sandpiper

Snípa / Sandpiper

Snípa / Sandpiper

 
SNÍPA/SANDPIPER
English below
Fjallsrætur eru staður þar sem fjallið mætir láglendi. Oft síbreytilegar, einkanlega undir bröttum hlíðum. Skriður falla og grjót steypist niður fjallshlíðarnar, á túnin, í árfarvegina og dalina fyrir neðan. Stundum velta heilu björgin niður. Þau rjúfa jörðina á leiðinni og skilja eftir sig punktaslóð og för sem minna á bit í súkkulaðibrúnni moldinni. Hvar lendir grjótið? Og hvernig verður staðurinn þar sem það var áður? Sumt af grjótinu veltur alla leið út í sjó og veður yfir landið, sum björgin lenda á túnum og sléttum og stinga í stúf í landslaginu, handahófskennd grettistök. Sumt af grjótinu sekkur í leirkenndan jarðveginn. Síðar þrýstir það sér upp á yfirborðið, þeim sem yrkja jörðina til ama. En maðurinn nýtir sér líka steina og björg sem fjallið skilar til fjallsrótanna, hleður steinveggi og býr til skjól og vörn, plantar trjám og mótar landið í því skyni að ná öryggi og stöðugleika.
Hátt, hátt uppi, fellur niður, niður. Tínt upp, lagt niður.
Í verkum sínum einbeitir Sindri sér að þeim efnivið sem er innan seilingar. Hann leitar uppi, rekst á eða kemur auga á hann, trjábúta, stál og steina. Leit hans að rétta steininum eða „augum“ í trjáberkinum er ekki ósvipuð aðferð spóans eða jaðrakanins sem er með gogginn á kafi í leirum í leit að æti. Hann tínir því upp hluti, mætir þeim þar sem þeir eru og leyfir þeim að tala fyrir sig. En þar að auki vinnur hann lítillega í efnið á forsendum þess og vísar þar með í áhrif mannsins á efnisheiminn. Hægt er að túlka staði og landslag á margvíslegan hátt og hér við fjallsrætur að Nýp á Skarðsströnd við Breiðafjörð gerir Sindri einmitt það með nýstárlegum verkum. Hann mótar einskonar mannlega steingervinga og trjáverur. Hann rétt aðeins hnikar því sem fyrir er, umbreytir lítillega og ýtir þar með undir það að leita, skapa og prófa. Þar með opnar hann leið fyrir hið nýja í því umhverfi sem við erum stödd hverju sinni.
 
SNÍPA/SANDPIPER
 
The base of a mountain, where it meets normal ground, is a weighty site. Furthest away from the peak or summit, it’s a place both protected and vulnerable. You could say it is an unstable location that cannot escape, but also highlights the things in its surroundings – for instance when humans come into play. Humans plant trees, build stone walls, dig drains around their houses in unison with mountains, in hopes of maintaining stability. Yet remains the ever-lurking possibility that pieces or screes might loosen and will most likely descend or tumble down. Falling from their mountain ridges they land in meadows, riverbeds and valleys below. Sometimes, on their way, they bounce or break, leaving dotted trails and marks like bites in the chocolatey soil. Where will they land? And what is left missing at the point of break, descended and gone elsewhere? Some head downhill for the sea, others land in fields below, stick out like sore thumbs or aimless glacial erratics, some dive deep, deep down. In a large field of clay, spotted by the eyes of those humans. Others push up to the surface, ground-stained, and are annoying for those tending to those exact fields.
Up, up high, Tumble down, down. Later plucked up.
Sindri’s work focuses on materials within-reach, whether sourced, found or spotted; like tree parts, steel and clay-stained stone. His search for the right rock or bark “eyes” is not unlike the Whimbrel or Godwit with its beak stuck in the mud looking for food. In picking them up, meeting them where they are and letting them speak for themselves, his minimal, but direct and sometimes physical, intentions are material-led and reference human interaction. Places can be interpreted in volumes, multitudes, and here below the Nýpurhyrna mountain in Breiðafjörður fjord, Sindri does so in a new kind of erratics, rock-human hybrids and plucked tree parts. Vulnerability is taken further by human gesture that only slightly changes what is in hand, and in doing so, reinforces making, tasting or trying as ways of relating to the new environment one sometimes finds themselves in.

Text © Becky Forsythe 2023


Sindri Leifsson er fæddur árið 1988 í Reykjavík. Hann lauk MFA-gráðu frá Listaháskólanum í Malmö, Svíþjóð árið 2013 og BA-námi frá Listaháskóla Íslands árið 2011. Táknmyndir og umbreyting efniviðarins eru endurtekin skref í verkum Sindra en umhverfi og samfélag koma gjarnan við sögu. Efnið fær oftar en ekki að standa sjálfstætt og hrátt í bland við mikið unna og slípaða fleti. Hann hefur verið virkur í sýningarhaldi síðustu ár og má meðal annars nefna einkasýninguna Næmi, næmi, næm í Ásmundarsal 2021 og samsýninguna Veit andinn af efninu? í Nýlistasafninu sama ár. Verk Sindra má finna í safneignum Listasafns Íslands, Listasafns ASÍ og Nýlistasafnsins ásamt einkasöfnum.
  • Sýningin mun standa inn í haustið 2023 og er opin skv. samkomulagi.
  • Nýp Sýningarrými er aðili að Samtökum um listamannarekin myndlistarými
  •  Sýningin er gerð möguleg með stuðningi Myndlistarsjóðs, Starfslaunasjóðs myndlistarmanna og Frumkvæðissjóðs DalaAuðs.

 

Sindri Leifsson was born in 1988 in Reykjavík. He completed an MFA degree from the University of the Arts in Malmö, Sweden in 2013 and a BA from the Iceland University of the Arts in 2011. Symbols and the transformation of the material wood are repeated steps in Sindri’s work, where the environment and society also come into play. More often than not, the materials stand alone and are raw, mixed with highly processed and polished surfaces. He has been active in exhibitions for the last few years, among those, his solo exhibition in Ásmundarsalur Næmi, næmi, næm and a group show in the Living Art Museum 2021 Does the soul know about the subject? Sindri’s works can be found in the collections of the National Gallery of Iceland, ASÍ Art Museum and the Living Art Museum, as well as private collections. Text © Becky Forsythe 2023 Snípa /Sandpiper  2023  Sindri Leifsson´s exhibtion in Nýp Project Space is made possible by the support of The Icelandic Visual Arts Fund, The Visual Art State Grants and DalaAudur Fund Opening at Nýp Project Space on June 3rd at 16:00 and then open into fall 2023. Welcome to visit the exhibition by appointment: nyp@nyp.is

Sýningin er gerð möguleg með stuðningi Myndlistarsjóðs, Starfslaunasjóðs myndlistarmanna og Frumkvæðissjóðs DalaAuðs.

Fyrirlestur Studio Bua þann 17.11. 2022 kl. 17

Fyrirlestur Studio Bua þann 17.11. 2022 kl. 17

Þann 17.11. 2022 kl. 17 mun Studio Bua halda fyrirlestur þar sem fjallað er um endurhönnun og nýja notkun steyptra íbúðar- og útihúsa sem byggð voru snemma á tuttugustu öld á Skarðsströnd við Breiðafjörð. Arkítektarnir munu jafnframt sýna dæmi um önnur slík verkefni sem þau eru að vinna að
eða hafa nýlega lokið við.

English:
Studio Bua’s lecture will focus on the theme of redesign and re-use in architecture.
The architects will illustrate how they deal with this theme with three case studies. Two of these are former farms situated in Skarðsströnd and the third is an extension to a listed cottage in the UK. They will also show snapshots of other projects ongoing or finished in the studio.

Video upptaka af fyrirlestrinum er hér að neðan.

Recording from the lecture is here below.



The RIBA Journal 2020: Grein um Nýpur- verkefni Studio Bua eftir arkítektinn Guju Dögg HauksdótturPdf bæklingur.