Tilraunasmiðja

7.- 12. júlí 2008

Tilraunasmiðja fyrir fagmenn á sviði myndlistar og hönnunar

Unnið með íslensk jarðefni og Dalaleir

Leirblöndur

Vikuna 7..- 12. júlí 2008 var Tilraunsmiðja haldin Nýp á Skarðsströnd, þar sem unnið var að könnunum á möguleikum íslenskra jarðefna í glerungagerð.

Nýttir voru möguleikar útistandandi gas- og viðarbrennsluofnsins Nýpu sem reistur var að Nýp á Skarðsstönd sumarið 2006. Jarðefnin sem notuð voru í glerungablöndurnar komu víða að, m. a. úr Dölum, Vatnajökli og Heklu, auk jarðefna, leirs og annarra náttúruefna úr umhverfinu.

Auk gas- og viðarbrennslu í Nýpu var brennd rakubrennsla og hrábrennsla í rafnmagnsofni. en rafmagnsbrennslan fór fram að Laugum í Sælingsdal. Í smiðjunni skapaðist mjög áhugaverð samræða um víxlverkan verklegra þátta og fræðilegra og miðluðu þátttakendur hvor öðrum af reynslu sinni. Þátttakendur voru frá Íslandi og Danmörku; myndlistamenn og nemendur í Diplómanámi Myndlistaskólans í Reykjavík.

Gestir á vegum Ferðafélags Íslands heimsóttu smiðjuna og fræddust um verkefni hennar. Bjarnheiður Jóhannsdóttir M.A. frá Listaakademíunni í Búdapest, var faglegur leiðbeinandi, en verkefnisstjóri Þóra Sigurðardóttir myndlistamaður. Afrakstur smiðjunnar var settur upp til sýningar í sýningarrými Myndlistaskólans í Reykjavík í September 08.
Að smiðjunni stóðu Myndlistaskólinn í Reykjavík og Nýpurhyrna / Penna sf.