Lína – Rými – Tími / Line – Space – Time

Lína – Rými – Tími / Line – Space – Time

Lína – Rými – Tími / Line – Space – Time

English below
 
 
Sýning að Nýp 2024,  Lína – Rými – Tími
Verk Þóru Sigurðardóttur

Á sýningu í Nýp Sýningarrými og víðar í húsakynnum staðarins, eru til sýnis nýleg og eldri verk Þóru Sigurðardóttir myndlistarmanns. Þar á meðal eru teikningar á striga, ætingar/prent og stillur úr vídeó. Verkin eru dæmi um áralanga könnun Þóru á efni, rými og margvíslegum víddum og plönum. Sýningin er samhliða sýningu Þóru í Listasafni Íslands “Járn hör, kol og kalk: Ný verk Þóru Sigurðardóttur” sem stendur yfir til hausts, 15.september nk.

Sýningarstjórn í samtali við Becky Forsythe og Sigrúnu Sumarliðadóttur. Sýningartexti er eftir Becky Forsythe.

Vefsíða þóru: thorasig.is

INNRI HVERSDAGSLEIKI

Sýningin að Nýp 2024  Lína – Rými – Tími  varðar hversdagslegan veruleika; þögull taktur sem líkist hjartslætti, stjórnar flóknum línum, hreyfingum og mynstrum sem þræða í gegnum ys og þys daglegs lífs. Þessi myndlíking birtist skýrt í sýningunni á Nýp þar sem fjölbreytt listaverk tengjast margvíslegum efnivið. Þessi verk, stillur úr videó, teikningar- eða málverk á striga, og prentaðar ætingar á bómullarpappir, endurspegla samtal listamannsins, Þóru Sigurðardóttur, við efni, rými og plön, ofið saman í samfellda frásögn listar og lífs.

Hugmyndir um heimili, gestgjafa og umhverfi okkar móta samhengi verka Þóru á sýningunni, og draga upp samsvörun milli eiginleika þeirra rýma sem við tengjumst og flókinna mynstra heimilislífsins. Á sýningunni birtist spenna á milli formanna í sumum verkum Þóru andspænis mýkt litanna í prentverkunum og lífrænum formum í vídeóstillunum. Þessar andstæður draga fram kraftmikið samspil forms og efnis, auðgar frásögn verkanna og býður áhorfendum að kanna flókið jafnvægi á milli skipulags og óreiðu, bæði í list og lífi.

Sýningin Lína – Rými – Tími hér að Nýp á Skarðsströnd hefur sérstaka þýðingu fyrir listamanninn. Staðurinn hefur um árabil verið uppspretta innblásturs fyrir listrænt ferli Þóru og hýsir nú ný og nokkur eldri verk. 

Í stuttu viðtali Becky Forsythe við listamanninn eru sumar þessara hugmynda útfærðar nánar með hennar eigin orðum:

Becky Forsythe: Byggingar á Nýp voru að mestu í rúst þegar þið hjónin komuð fyrst auga á þær en hafa síðan verið endurbyggðar og endurhugsaðar samhliða listferli þínum. Hvernig hefur þessi bygging, umhverfið, og ferlið við endurreisn staðarins haft áhrif á val þitt á efnum, aðferðum og listsköpun í gegnum tíðina?

Þóra Sigurðardóttir: Við getum horft á húsið sem eins konar ramma um líf, einhvers konar húð eða hlíf um viðkvæmt efni. Húsið fylgir ákveðnu skipulagi, planteikningu sem gerð hefur verið, skissað upp í samtali við þau sem munu búa í eða nota bygginguna. Húsið að Nýp var byggt um 1936 og kom í stað torfbæjar. Það var reist af heimafólki úr staðbundnum efnum, auk sements frá Danmörku, greinilega undir áhrifum af erlendum hugmyndum um heilsusamleg híbýli. Það er áhugavert hvernig húsið var hugsað og skipulagt með hliðsjón af umhverfinu, veðri og vindáttum, fólki og dýrum, þörfum þeirra og athafnasvæði. Jafnframt hvernig efnisvalið hefur stöðug áhrif fólk og dýr. Þar er snerting, samspil og samtal. Hér skiptir aðdráttarafl jarðar jafnframt meginmáli; við höfum ævinlega einhvern snertipunkt við láréttan flöt “horisont” og erum stöðugt að leitast við að halda jafnvægi. Þetta er jafnframt sá grunnþáttur sem er áhugaverður við teikningu. Massinn, rúmtakið, lóðrétt og lárétt, jafnvægi.

BF: Kerfi, taktar, snertipunktar og mynstur í daglegu lífi, skipulögð og lífræn, eru leið fyrir þig til að flétta saman efni og hugmyndum í verkum þínum og einnig til að íhuga stærri hugtök. Gætir þú útskýrt frekar þær tengingar sem eru þér innblástur fyrir verkin þín á sýningunni?

ÞS: Í vinnu með rými og efni hef ég lagt mig fram um að þróa með mér og efla tilfinningu fyrir efni og rými umhverfis. En líka fyrir mínu eigin efni, líkama mínum, innvortis og útvortis. Með því að vinna með þessa skynjun, sem liggur í húð okkar, heyrn og sjón er eins og veröldin, innri og ytri, opnist og allt tali sínu máli. Efnið tjáir sig, hvort sem við tökum eftir því eða ekki.
Þessi vegferð er langvinn en stöðug, allt breytist og hreyfist. Í daglegum takti okkar, sem við komum fyrir í kerfum af ýmsu tagi, er eiginlega allt mjög músíkalskt; nótnaskrift í vestrænni tónlist er ákveðið kerfi sem setur ramma um tíma og rúm, það gerir almanakið líka. Síðan eru ævinlega alls konar frávik! Kerfi klassískrar teikningar gefur okkur ákveðna fjarvídd til að vinna með í athugunum okkar og rannsóknum á veröldinni. Hið stafræna kerfi er í grunninn líka byggt á neti lóðréttra og láréttra lína. Viðleitni okkar til að henda reiður á upplausn. Kerfin geta sett okkur íþyngjandi skorður en þau geta líka gefið okkur frelsi. Matargerð og sýsl með það sem sprettur úr jarðveginum en einnig sýsl með líkama þeirra félaga okkar sem dýrin eru, þar sem við þiggjum orku þeirra og gerum að okkar; eins og hefur tíðkast í hjarðbúskap á Íslandi og annars staðar: Að taka við innmat, himnum, fitu og blóði og breyta því í pylsur, sláturkeppi, lifrarpylsur o.s.frv. Allt notað, engu hent. Þetta kerfi, fengitími, rekstur á fjall, smölun, slátrun og úrvinnsla, einnig sáning og uppskera, fylgir gangi himintungla, árstíðunum. Í þessu öllu er ákveðið lífrænt flæði sem er áhugavert að gefa gaum. 

 
The exhibition project at Nýp 2024, Line – Space – Time;
Thóra Sigurdardóttir´s work.
In this exhibition a number of works are exhibited in various spaces in Nýp Project Space and in some guest rooms and shared spaces. The works, including video stills, drawings/paintings on canvas and prints/etchings, are examples of artist Þóra Sigurðardóttir’s ongoing exploration of common materials, spaces and plans.
 
The exhibition was curated in conversation with Becky Forsythe and Sigrún Sumarlidadóttir. The exhibition text is written by Becky Forsythe.
This exhibition is related to Þóra’s solo exhibition “Iron, Flax, Coal, and Chalk: New Works by Þóra Sigurðardóttir“, currently on view at the National Gallery of Iceland until September 15, 2024.

Artist website: thorasig.is

INNER EVERYDAY

The exhibition project at Nýp 2024, Line – Space – Time  captures the essence of our inner everyday—a silent rhythm akin to the heartbeat, regulating the intricate lines, movements, and patterns that trace through the bustling chaos of our daily lives. This metaphor finds vivid expression across the Nýp Project Space, guest rooms, and shared areas, where diverse artworks come into contact with related materials. The collection of works, which includes video stills, drawings or paintings on canvas, and finely crafted etchings / prints, reflects artist Þóra Sigurðardóttir’s deep and ongoing dialogue with common materials, spaces, and plans, weaving them into a cohesive narrative of art and life. Ideas of the home, hosting, and the reciprocal nurturing of the environments we occupy inform the context of Þóra’s exhibited works, drawing parallels between the structural practicalities of built spaces and the harmonious yet complex patterns of domestic life. Within the exhibition, a tension emerges as the structured grids in some of Þóra’s works contrast with the softness of selected colors in prints and the organic forms in the video stills.

This juxtaposition highlights a dynamic interplay of form and material, enriching the narrative and inviting viewers to explore the intricate balance between order and spontaneity in both art and life. In a short interview by Becky Forsythe with the artist, some of these ideas are expanded further in her own words:

Becky Forsythe: Nýp was a ruin that you and your partner discovered, and it has since been meticulously restored and reimagined in line with your enduring artistic journey. How has this structure, its domestic environment, and the process of restoration influenced your choice of materials, methods, and artistic practice over time?

Þóra Sigurðardóttir: We can view the house as a kind of frame for life, a sort of skin or cover around a delicate material. The house follows a specific plan, a blueprint that has been created and sketched out in conversation with those who will live in or use the building. The house at Nýp was built around 1936 by locals using local materials – in addition to cement from Aalborg. Influenced by ideas from abroad about holistic dwellings – this was a building that replaced a turf house. It is interesting how this building plan takes into account the location in the environment, the weather and wind directions, the human and animal bodies, their needs and movements through the spaces. Also, how the materials chosen for the building have a constant impact on the bodies inside. There is touch, interaction, and conversation. The Earth’s gravity is a major factor there; we always have some point of contact with a horizontal surface and are constantly striving to maintain balance. This is also the element that I find interesting in drawing. The mass, the volume, vertical and horizontal, balance.

BF: The systems, rhythms, points of contact and patterns of daily life, structured and organic, are a means for you to intertwine materials and concepts in your artworks and also consider larger concepts. Can you elaborate on the intersections or moments of convergence that are inspiration for your etchings/prints, drawings/paintings on canvas, or your work with video and video stills?

ÞS: In working with space and material, I strive to develop and enhance my sensitivity to the material and space around me. But, also towards my own material and my body, both internally and externally. By working with this perception, which resides in our skin, hearing, and sight, it is as if the world, both inner and outer, opens up and everything speaks its language. The material expresses itself, whether we notice it or not.

This journey is constant, everything changes and moves. In our own daily rhythm, which we place within various systems, it is actually very musical; musical notation in Western music is a specific system that frames time and space, as does the calendar. Then there are always various deviations! The system of classical drawing gives us a certain perspective to work with in our observations and studies of the world. The digital system is fundamentally also built on a network of vertical and horizontal lines. Our effort to make sense of chaos. Systems can impose burdensome constraints on us, but they can also give us a sense of vast freedom.

Cooking and working with what grows from the soil, as well as working with the bodies of our animal companions, where we accept their energy and make it our own, as has been customary in pastoral farming in Iceland and elsewhere. To take offal, membranes, fat, and blood and turn it into sausages, blood pudding, liver sausage, etc. Everything is used, nothing is wasted. This system—harvesting time, driving livestock to the mountains, rounding them up, slaughtering and processing, as well as sowing and harvesting—follows the course of celestial bodies and the seasons. There is a certain flow in this. It can be brutal, but it doesn’t have to be; we have the option to reflect.

 

Sýningin er gerð möguleg með stuðningi Myndlistarsjóðs, Starfslaunasjóðs myndlistarmanna og Frumkvæðissjóðs DalaAuðs

Snípa / Sandpiper

Snípa / Sandpiper

Snípa / Sandpiper

 
SNÍPA/SANDPIPER
English below
Fjallsrætur eru staður þar sem fjallið mætir láglendi. Oft síbreytilegar, einkanlega undir bröttum hlíðum. Skriður falla og grjót steypist niður fjallshlíðarnar, á túnin, í árfarvegina og dalina fyrir neðan. Stundum velta heilu björgin niður. Þau rjúfa jörðina á leiðinni og skilja eftir sig punktaslóð og för sem minna á bit í súkkulaðibrúnni moldinni. Hvar lendir grjótið? Og hvernig verður staðurinn þar sem það var áður? Sumt af grjótinu veltur alla leið út í sjó og veður yfir landið, sum björgin lenda á túnum og sléttum og stinga í stúf í landslaginu, handahófskennd grettistök. Sumt af grjótinu sekkur í leirkenndan jarðveginn. Síðar þrýstir það sér upp á yfirborðið, þeim sem yrkja jörðina til ama. En maðurinn nýtir sér líka steina og björg sem fjallið skilar til fjallsrótanna, hleður steinveggi og býr til skjól og vörn, plantar trjám og mótar landið í því skyni að ná öryggi og stöðugleika.
Hátt, hátt uppi, fellur niður, niður. Tínt upp, lagt niður.
Í verkum sínum einbeitir Sindri sér að þeim efnivið sem er innan seilingar. Hann leitar uppi, rekst á eða kemur auga á hann, trjábúta, stál og steina. Leit hans að rétta steininum eða „augum“ í trjáberkinum er ekki ósvipuð aðferð spóans eða jaðrakanins sem er með gogginn á kafi í leirum í leit að æti. Hann tínir því upp hluti, mætir þeim þar sem þeir eru og leyfir þeim að tala fyrir sig. En þar að auki vinnur hann lítillega í efnið á forsendum þess og vísar þar með í áhrif mannsins á efnisheiminn. Hægt er að túlka staði og landslag á margvíslegan hátt og hér við fjallsrætur að Nýp á Skarðsströnd við Breiðafjörð gerir Sindri einmitt það með nýstárlegum verkum. Hann mótar einskonar mannlega steingervinga og trjáverur. Hann rétt aðeins hnikar því sem fyrir er, umbreytir lítillega og ýtir þar með undir það að leita, skapa og prófa. Þar með opnar hann leið fyrir hið nýja í því umhverfi sem við erum stödd hverju sinni.
 
SNÍPA/SANDPIPER
 
The base of a mountain, where it meets normal ground, is a weighty site. Furthest away from the peak or summit, it’s a place both protected and vulnerable. You could say it is an unstable location that cannot escape, but also highlights the things in its surroundings – for instance when humans come into play. Humans plant trees, build stone walls, dig drains around their houses in unison with mountains, in hopes of maintaining stability. Yet remains the ever-lurking possibility that pieces or screes might loosen and will most likely descend or tumble down. Falling from their mountain ridges they land in meadows, riverbeds and valleys below. Sometimes, on their way, they bounce or break, leaving dotted trails and marks like bites in the chocolatey soil. Where will they land? And what is left missing at the point of break, descended and gone elsewhere? Some head downhill for the sea, others land in fields below, stick out like sore thumbs or aimless glacial erratics, some dive deep, deep down. In a large field of clay, spotted by the eyes of those humans. Others push up to the surface, ground-stained, and are annoying for those tending to those exact fields.
Up, up high, Tumble down, down. Later plucked up.
Sindri’s work focuses on materials within-reach, whether sourced, found or spotted; like tree parts, steel and clay-stained stone. His search for the right rock or bark “eyes” is not unlike the Whimbrel or Godwit with its beak stuck in the mud looking for food. In picking them up, meeting them where they are and letting them speak for themselves, his minimal, but direct and sometimes physical, intentions are material-led and reference human interaction. Places can be interpreted in volumes, multitudes, and here below the Nýpurhyrna mountain in Breiðafjörður fjord, Sindri does so in a new kind of erratics, rock-human hybrids and plucked tree parts. Vulnerability is taken further by human gesture that only slightly changes what is in hand, and in doing so, reinforces making, tasting or trying as ways of relating to the new environment one sometimes finds themselves in.

Text © Becky Forsythe 2023


Sindri Leifsson er fæddur árið 1988 í Reykjavík. Hann lauk MFA-gráðu frá Listaháskólanum í Malmö, Svíþjóð árið 2013 og BA-námi frá Listaháskóla Íslands árið 2011. Táknmyndir og umbreyting efniviðarins eru endurtekin skref í verkum Sindra en umhverfi og samfélag koma gjarnan við sögu. Efnið fær oftar en ekki að standa sjálfstætt og hrátt í bland við mikið unna og slípaða fleti. Hann hefur verið virkur í sýningarhaldi síðustu ár og má meðal annars nefna einkasýninguna Næmi, næmi, næm í Ásmundarsal 2021 og samsýninguna Veit andinn af efninu? í Nýlistasafninu sama ár. Verk Sindra má finna í safneignum Listasafns Íslands, Listasafns ASÍ og Nýlistasafnsins ásamt einkasöfnum.
  • Sýningin mun standa inn í haustið 2023 og er opin skv. samkomulagi.
  • Nýp Sýningarrými er aðili að Samtökum um listamannarekin myndlistarými
  •  Sýningin er gerð möguleg með stuðningi Myndlistarsjóðs, Starfslaunasjóðs myndlistarmanna og Frumkvæðissjóðs DalaAuðs.

 

Sindri Leifsson was born in 1988 in Reykjavík. He completed an MFA degree from the University of the Arts in Malmö, Sweden in 2013 and a BA from the Iceland University of the Arts in 2011. Symbols and the transformation of the material wood are repeated steps in Sindri’s work, where the environment and society also come into play. More often than not, the materials stand alone and are raw, mixed with highly processed and polished surfaces. He has been active in exhibitions for the last few years, among those, his solo exhibition in Ásmundarsalur Næmi, næmi, næm and a group show in the Living Art Museum 2021 Does the soul know about the subject? Sindri’s works can be found in the collections of the National Gallery of Iceland, ASÍ Art Museum and the Living Art Museum, as well as private collections. Text © Becky Forsythe 2023 Snípa /Sandpiper  2023  Sindri Leifsson´s exhibtion in Nýp Project Space is made possible by the support of The Icelandic Visual Arts Fund, The Visual Art State Grants and DalaAudur Fund Opening at Nýp Project Space on June 3rd at 16:00 and then open into fall 2023. Welcome to visit the exhibition by appointment: nyp@nyp.is

Sýningin er gerð möguleg með stuðningi Myndlistarsjóðs, Starfslaunasjóðs myndlistarmanna og Frumkvæðissjóðs DalaAuðs.

Sé (að Nýp)

Sé (að Nýp)

Sé (að Nýp)

29.05.-15.09. 2022

Ráfa, horfa, grípa, krafsa, skoða, pota, brenna, grafa, geyma, nota.

Með verkinu Sé (að Nýp) vefur Brák Jónsdóttir saman þræði veruleika og ímyndunar við rannsókn á umhverfi sínu.

Vísanir verksins í heim vísinda, safna, geymslu og myndlistar varpa ljósi á dvöl listamannsins að Nýp í aðdraganda að vinnslu verksins. Gler spilar stórt hlutverk í innsetningunni; horft er inn um það, út um það, gegnum það. Áhorfandinn stendur andspænis þeim viðhorfum mannsins að meta náttúruna út frá sjálfum sér, aðskilja sig frá henni, fanga hana, færa hana úr stað og laga að eigin afstöðu.

Brák Jónsdóttir (f. 1996) er sjálfstætt starfandi myndlistarmaður og fjalla verkefni hennar um samband fólks og náttúru. Hún vinnur gjarnan með staði þar sem menning og náttúra mætast og valdið sem þar birtist. Brák dregst að hinu sjaldgæfa og hversdagslega í senn, í anda arfleiðar Cabinets of curiosities. Það birtist í áhuga hennar á því sem er einstakt hvað varðar áferð og lit, því sem er dularfullt og tengist jafnvel hinu yfirnáttúrulega.

Nýp-sýningarrými er opið samkvæmt samkomulagi, hringið í síma 8961930 eða sendið erindi á nyp@nyp.is


 

“Oh steady now
Everything in its place
Steady now”
– Jason Molina (Magnolia Electric Co. – Steady Now)

There is a place for the inside and there is a place for the outside, Brák Jónsdóttir has made a place for the parts in between, a filter to blur these borders. In the exhibition See, there are two wooden structures placed precariously in the windows of the gallery, intuitively yet carefully constructed, shelf by shelf. Brák has embraced the history and previous function of the wooden material, with its blemishes and sun bleached spots. What was perhaps once a bookshelf or cupboard is now an open scaffolding displaying glass panes, jars and ornaments, filled with unspecific specimens of the land around Nyp. Within these jars and containers is where the outside is contemplated, she has collected stones, seaweed, leaves, rotten wood and other items from around the exhibition site, just as she collected the wood and glass to house them. These objects are brought inside and they play with our focus of the outside, a filter or a threshold to pinpoint the vague idea of ones surroundings.

This installation contemplates the very human act of displaying objects of intrigue and beauty, referencing the history of cabinets of curiosity and their amalgamation of science and art. Whilst these cabinets suggest hiddenness and sacredness, Brák’s open and fragile structure allows for ethereal and abstract notions to be displayed. There are shadows and lines cast by the stained glass. There is water with its unknown origin, evaporating and blending with plants and remnants of wood and stone. There is the colour of the glass that changes with the daylight. You can look at what is within these jars, or just as easily peak through to where they once existed, in sight but out of reach. She has taken moments of intrigue and inquiry, experimenting with time and space trapped in glass and barely preserved, left to deteriorate, change, sprout and grow.

When arriving somewhere new, you gather your surroundings, collect your thoughts, and in such an affecting landscape there is plenty to gather. Brák has gathered the immaterial feeling of arriving somewhere beautiful.

Text © Joe Keys 2022

Sýningin er gerð möguleg með stuðningi Myndlistarsjóðs og Sóknaráætlun Vesturlands

TIL STAÐAR  2021

TIL STAÐAR  2021

TIL STAÐAR  2021

Til STAÐAR er ein af þremur innsetningum/sýningum sem Katrín hefur unnið í jafnmörgum landsfjórðungum hér á landi árið 2020-21: Við Hoffell undir Vatnajökli, á Skarðsströnd við Breiðafjörð og í Svalbarðshreppi í Norður-Þingeyjarsýslu.

Hugmyndin að baki verkinu tengist samspili hráefnis á ákveðnum stað, mannlegu inngripi og ferlum náttúrunnar. Verkið er sumarsýning ársins 2021 í Sýningarrými Nýpur á Skarðsströnd.

TIL STAÐAR er innsetning í náttúrulegt umhverfi. Á sýningunni eru þrjú ljósmyndaverk ásamt heimildum um gerð verkanna, myndband og ljósmyndir á borðum. 

Undanfarin ár hefur Katrín unnið með jörðina og frumferla náttúrunnar í verkum sínum. Þessir ferlar, sem eru hefðbundin viðfangsefni fornleifafræði og jarðfræði, bera fortíðinni og minni efnisins vitni, sýna brot af sögu jarðar og mannkyns. Katrín notast við aðferðafræði námuvinnslu þar sem hún beinlínis nemur efni úr jörð og nýtir framleiðsluferla og flutningsaðferðir sambærileg við aðferðir sem tengdar hafa verið við iðnvæðingu og nýlendustefnu.

Í verkinu TIL STAÐAR  skilur á milli að Katrín skilar efninu aftur til upprunastaðar. Katrín hefur gefið efninu form byggingareininga/bygginga um stund og varðveitt augnablikið í ljósmyndunum. Síðan raðar hún einingunum að nýju á þann stað þar sem hún gróf efnið upp og við tekur náttúruleg þróun; jörð snýr aftur til jarðar. 

Í verki Katrínar má lesa marglaga frásögn um örlög manneskjunnar.  Stef sem á öllum tímum hafa verið viðfangsefni lista og menningar. Forgengileiki tilverunnar og getan – eða vanmátturinn – til að horfast í augu við hann. En í verkinu birtist jafnframt áhugaverðar vísanir – og spurningar – um efni listaverka, gildi listrænnar ástundunar, markaðsásælni samtímans, virði listaverka, kostun og fjármagn. Undir hvaða kringumstæðum þrífast listir og menning? Hvað þarf til? Ratar listin til sinna eða er hún á tuttugustu og fyrstu öld með öllu undirorpin fjármagni stórfyrirtækja?

Við látum gestinum eftir að finna sínar tengingar við verk Katrínar, vissulega opnar það hugann fyrir margvíslegum hugrenningum. 

Katrín Sigurðardóttir hefur á 30 ára ferli sínum sýnt skúlptúra, teikningar, ljósmyndaverk og stórar innsetningar sem leitast við að hafa áhrif á/umbreyta reynslu og upplifun áhorfandans. Katrín hefur átt velgengni að fagna innan listheimsins og verk hennar hafa verið sýnd hér heima og víða erlendis.

Hún hefur m.a. verið fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum, á Sao Paulo Tvíæringnum í Brasilíu, Momentum í Noregi og Rabat tvíæringnum í Marokkó. Einkasýning hennar í Metropolitan safninu í New York borg árið 2010 vakti mikla athygli. Verk hennar eru í eigu Listasafns Íslands og Listasafns Reykjavíkur en einnig  stórra alþjóðlegra safna s.s. Metropolitan Museum í New York.

Sjá viðtöl við Katrínu um verk hennar hér: openspace.sfmoma.org and in Places Journal.Places Journal.


Sýning hennar í Sýningarrýminu að Nýp mun standa frá 22 maí og fram í október 2021. Vinsamlega hafið samband og bókið heimsókn: nyp@nyp.is

Nýp Project Space presents Katrín Sigurðardóttir´s work
TIL STAÐAR

TIL STAÐAR is one of three installations/exhibitions by Katrín Sigurðardóttir in three separate regions of Iceland: Hoffell at Vatnajökull, Skarðströnd in Breiðafjörður and Svalbarðshreppur in Norður-Þingeyjarsýsla.

The artwork TIL STAÐAR is an installation in the the natural environment. The exhibition consists of three photographic works, and an archive documenting the making of the works. The underlying theme of the work is the interplay between local resources, human intervention and the processes of nature itself. The title TIL STAÐAR literally means “Towards a Place”, but can also mean “present”, “in-place”, and even “a dedication to a place”. The work comprises the 2021 summer exhibition of the Nýp Project Space.

In recent years Katrín has in her art worked with the elemental processes of nature and the earth. These processes, traditionally the subjects of archaeology and geology, bear witness to the past, demonstrate the memory in the material itself, and reveal fragments of the history of the earth and humankind. Katrín uses techniques borrowed from industrial mining; she extracts materials from the earth, using processes and transportation methods that have been linked to industrialisation and colonialism.

However, in TIL STAÐAR, Katrín’s methods differ in that she returns the materials back to their point of origin. For a brief moment in time, she gives her material the form of a building, made of unfired bricks/paving stones, and preserves this in photographs. Then, she arranges the bricks back at the place from which they were taken, and the processes of nature take over from there; earth returns to earth.

In Katrín’s work, there is a multilayered narrative to be read about the lot of humanity – themes that art throughout history has engaged with: the transience of human existence, and the ability – or inability – to face that transience. The work also poses some interesting questions concerning today’s fixation on the market, the perceived worth of art, the art material and arts financing and capital. Under what conditions does art and culture flourish? Does art always find its way to its audience, or is it at all times dependent on corporate patronage?

During her 30-year career, Katrín Sigurðardóttir has exhibited sculptures, drawings, photographic art and large-scale installations that attempt to affect and transform the subjective experiences of the viewer. Katrín’s work has been exhibited widely, both in Iceland and abroad. She represented Iceland at the Venice Biennale, the São Paulo Biennale in Brazil, Momentum in Norway, and the Rabat Biennale in Morocco.

Her 2010 solo exhibition at the Metropolitan Museum of Art in New York attracted widespread attention. The National Gallery of Iceland and the Reykjavík Art Museum own works by Katrín, as do as international museums such as the aforementioned Metropolitan Museum in New York.

She represented Iceland at the Venice Biennale, the São Paulo Biennale in Brazil, Momentum in Norway, and the Rabat Biennale in Morocco. Her 2010 solo exhibition at the Metropolitan Museum of Art in New York attracted widespread attention.

See interviews:
openspace.sfmoma.org and in
Places Journal.


Katrín’s exhibition will be in Nýp Project Space from May 22 into fall 2021. Welcome to visit the exhibition by appointment: nyp@nyp.is

Þýð. Steingrímur Teague

Samræða um verk Katrínar Sigurðardóttur TIL STAÐAR Að Nýp á Skarðsströnd þann 25.júlí 2021.

Ævar Kjartansson ræddi við Katrínu um verkið, tilurð þess og framkvæmd, en einnig um margslungnar vísanir verksins í veruleika samtímans.

Samtalið birtist einnig á www.artzine.is ásamt texta Þóru Sigurðardóttur


Katrín Sigurðardóttir hefur á ferli sínum sýnt skúlptúra, teikningar, ljósmyndaverk og stórar innsetningar. Hún hefur m.a. verið fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum, á Sao Paulo Tvíæringnum í Brasilíu, Momentum í Noregi og Rabat tvíæringnum í Marokkó. Einkasýning hennar í Metropolitan safninu í New York borg árið 2010 vakti mikla athygli. Verk Katrínar TIL STAÐAR er innsetning í náttúru Íslands, sem hún hefur unnið í þremur landsfjórðungum: Á Skarðsströnd, undir Vatnajökli, og í Þistilfirði.  Á sýningunni að Nýp eru þrjú ljósmyndaverk Katrínar ásamt heimildum um gerð verkanna. Sýningin að Nýp var opnuð í maí sl. og mun standa út sumarið. Opið skv. samkomulagi; vinsamlega hafið samband s. 8961930.

Ævar Kjartansson hefur stundað háskólanám í stjórnmálafræði og lokið embættisprófi í guðfræði auk þess að vera þjóðkunnur útvarpsmaður, ekki síst fyrir samræðuþætti sína Samtal í Ríkisútvarpinu á Rás 1.

Sýningin er gerð möguleg með stuðningi Myndlistarsjóðs, Starfslaunasjóðs myndlistar, Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, handverksfólki og nágrönnum í héraði.

The exhibition is made possible with the support of The Icelandic Visual Arts Fund, The Visual Art State Grants, The West Iceland Cultural Council and the neighbours at Skarðsströnd

STUDIO BUA 2020

STUDIO BUA 2020

STUDIO BUA 2020

Fyrsta sýningin í nýju rými fjallaði um hönnunarferli arkítektateymisins STUDIO BUA að Nýp. 

Á sýningunni voru teikningar, ljósmyndir, og módel sem veittu innsýn í hönnunarferli og endurgerð húsakosts að Nýp. 

 


The first exhibition at Nýp Project Space showed a glimpse into the long incubation period, the process of the design and building period of the Nýp project. This exhibition lasted from fall 2018 into late autumn 2020 and included Studio Bua´s working models, drawings and photographs from the building site.

The design brief was to conceive a design that would make better use of the existing facilities. 

This involved renovating the main house, and rebuilding and enlarging the adjoining sheep-shed. Nýp’s first travellers/guests arrived in 2014 and were accommodated in two of the four bedrooms in the remodelled farmhouse. Then in 2018 the reimagined sheep shed added a further three ensuite guest rooms with a separate entrance. This offered the owners greater flexibility, with the possibility of hosting events in the main house without disturbing guests. The new entrance hall and connection to the farmhouse has been given generous dimensions allowing it to double as an exhibition/project space.