Select Page
TIL STAÐAR  2021

TIL STAÐAR  2021

TIL STAÐAR  2021

Sýningin TIL STAÐAR er innsetning í náttúru Skarðsstrandar. 

Innsetningin í Sýningarrými Nýpur inniheldur þrjú ljósmyndaverk Katrínar Sigurðardóttur. En einnig heimildir um framkvæmd verkanna í formi ljósmynda og myndbands. Til STAÐAR í Sýningarrými Nýpur er ein af þremur innsetningum/sýningum sem Katrín hefur unnið í jafnmörgum landsfjórðungum: Við Hoffell undir Vatnajökli, á Skarðsströnd við Breiðafjörð og í Svalbarðshreppi í Norður-Þingeyjarsýslu. Hugmyndin að baki verkinu tengist samspili hráefnis á ákveðnum stað, mannlegs inngrips og ferlum náttúrunnar sjálfrar.

Katrín Sigurðardóttir hefur á 30 ára ferli sínum sýnt skúlptúra, teikningar, ljósmyndaverk og stórar innsetningar sem leitast við að hafa áhrif á/umbreyta reynslu og upplifun áhorfandans. Undanfarin ár hefur hún unnið með frumferla og efni jarðarinnar í verkum sínum.

Katrín hefur átt velgengni að fagna innan listheimsins og verk hennar hafa verið sýnd hér heima og víða erlendis. Hún hefur m.a. verið fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum, á Sao Paulo Tvíæringnum í Brasilíu, Momentum í Noregi og Rabat tvíæringnum í Marokkó. Einkasýning hennar í Metropolitan safninu í New York borg árið 2010 vakti mikla athygli.


Sýning hennar í Sýningarrýminu að Nýp mun standa frá 22 maí og fram í október 2021. Vinsamlega hafið samband og bókið heimsókn: nyp@nyp.is

The exhibition TIL STAÐAR is an installation in the natural environment of Skarðsströnd.

Through photographs and video, the exhibition in Nýp Project Space documents
the making of the installation. TIL STAÐAR is one of three exhibitions/land-artworks by Katrín Sigurðardóttir in three separate regions of Iceland: Hoffell at Vatnajökull, Skarðströnd in Breiðafjörður and Svalbarðshreppur in Norður-Þingeyjarsýsla.

The principal theme of the work is the interplay between local resources, human intervention and the processes of nature itself.  The exhibition in Nýp Project Space consists of photographic works and an archive,
documenting the making of the works.

During her 30-year career, Katrín Sigurðardóttir has exhibited sculptures, drawings,
photographic art and large-scale installations that attempt to transform the subjective
experiences of the viewer. In recent years, she has worked with fundamental processes and the materials of the earth in her art.

During her successful career, Katrín’s work has been exhibited widely, both in Iceland and abroad. She represented Iceland at the Venice Biennale, the São Paulo Biennale in Brazil, Momentum in Norway, and the Rabat Biennale in Morocco. Her 2010 solo exhibition at the Metropolitan Museum of Art in New York attracted widespread attention.


Katrín’s exhibition will be in Nýp Project Space from May 22 into fall 2021.
Welcome to visit the exhibition by appointment: nyp@nyp.is

Þýð. Steingrímur Teague

STUDIO BUA 2020

STUDIO BUA 2020

STUDIO BUA 2020

Fyrsta sýningin í nýju rými fjallaði um hönnunarferli arkítektateymisins STUDIO BUA að Nýp. 

Á sýningunni voru teikningar, ljósmyndir, og módel sem veittu innsýn í hönnunarferli og endurgerð húsakosts að Nýp.


The first exhibition at Nýp Project Space showed a glimpse into the long incubation period, the process of the design and building period of the Nýp project. This exhibition lasted from fall 2018 into late autumn 2020 and included Studio Bua´s working models, drawings and photographs from the building site.

The design brief was to conceive a design that would make better use of the existing facilities. 

This involved renovating the main house, and rebuilding and enlarging the adjoining sheep-shed. Nýp’s first travellers/guests arrived in 2014 and were accommodated in two of the four bedrooms in the remodelled farmhouse. Then in 2018 the reimagined sheep shed added a further three ensuite guest rooms with a separate entrance. This offered the owners greater flexibility, with the possibility of hosting events in the main house without disturbing guests. The new entrance hall and connection to the farmhouse has been given generous dimensions allowing it to double as an exhibition/project space.

Hetjusögur; ljósmæður í ljóði og sögu

Hetjusögur; ljósmæður í ljóði og sögu

Stories of Heroes; Midwifes in Poems and Tales

Laugardag 1. ágúst kl. 15:00

Á árunum 1962–1964 komu út bækurnar Íslenzkar ljósmæður I–III, þar sem prentaðir voru æviþættir og endurminningar 100 íslenskra ljósmæðra sem flestar voru að störfum á síðari hluta 19. aldar og fram eftir 20. öld. Kristín Svava Tómasdóttir ljóðskáld og sagnfræðingur hefur ort kvennasögulegan ljóðabálk upp úr verkinu, sem væntanlegur er á bók undir titlinum Hetjusögur. Hún mun lesa upp úr ljóðunum og ræða ólíkar aðferðir ljóðlistar og sagnfræði og stöðu kvenna í þjóðarsögunni, auk þess að rifja upp afrek nokkurra ljósmæðra úr nágrenninu.

Þökkum Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi og Markaðsstofu Vesturlands veittan stuðning.

Júlí  tónleikar

Júlí tónleikar

Musical Event

Laugardag 11. júlí 2020 kl. 17:00 munu trommarinn Magnús Trygvason Eliassen, bassaleikarinn Ingibjörg Elsa Turchi og gítarleikarinn Hróðmar Sigurðsson leika á Nýp á Skarðsströnd. Þau þrjú hafa spilað saman í ýmsum verkefnum og mun efnisskráin samanstanda af frumsömdum lögum eftir þau, auk vel valinnar tónlistar sem þeim finnst sérstaklega skemmtilegt að spila.

Þökkum Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi og Markaðsstofu Vesturlands stuðninginn.