Select Page
TIL STAÐAR  2021

TIL STAÐAR  2021

TIL STAÐAR  2021

Katrín Sigurðardóttir myndlistarmaður sýnir verkið TIL STAÐAR í Sýningarrými að Nýp á Skarðsströnd sumarið 2021. Sýningin verður opin skv. samkomulagi, á tímabilinu maí til október.

Verkið TIL STAÐAR er innsetning í náttúru Skarðsstrandar. Verkið í sýningarrými Nýpur er heimild um framkvæmd innsetningarinnar, í formi ljósmynda og myndbands. 

Til STAÐAR að Nýp er ein af þremur innsetningum/sýningum sem Katrín hefur unnið í jafnmörgum landsfjórðungum: Við Hoffell undir Vatnajökli, að Nýp, Skarðsströnd við Breiðafjörð og í Svalbarðshreppi í Norður-Þingeyjarsýslu. Hugmyndin að baki verkinu tengist samspili hráefnis á ákveðnum stað, mannlegs inngrips og ferlum náttúrunnar sjálfrar. Katrín Sigurðardóttir hefur á 30 ára ferli sínum sýnt skúlptúra, teikningar, ljósmyndaverk og stórar innsetningar sem leitast við að umbreyta reynslu og upplifun áhorfandans. Undanfarin ár hefur hún unnið með frumferla og efni jarðarinnar í verkum sínum. Katrín hefur átt velgengni að fagna innan listheimsins og verk hennar hafa verið sýnd hér heima og víða erlendis.   Hún hefur m.a. verið fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum, á Sao Paulo Tvíæringnum í Brasilíu, Momentum í Noregi og Rabat tvíæringnum í Marokkó. Einkasýning hennar í Metropolitan safninu í New York borg árið 2010 vakti mikla athygli.


English text coming soon