Samræða um verk Katrínar Sigurðardóttur TIL STAÐAR Að Nýp á Skarðsströnd þann 25.júlí 2021.
Ævar Kjartansson ræddi við Katrínu um verkið, tilurð þess og framkvæmd, en einnig um margslungnar vísanir verksins í veruleika samtímans.
Samtalið birtist einnig á www.artzine.is ásamt texta Þóru Sigurðardóttur
Katrín Sigurðardóttir hefur á ferli sínum sýnt skúlptúra, teikningar, ljósmyndaverk og stórar innsetningar. Hún hefur m.a. verið fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum, á Sao Paulo Tvíæringnum í Brasilíu, Momentum í Noregi og Rabat tvíæringnum í Marokkó. Einkasýning hennar í Metropolitan safninu í New York borg árið 2010 vakti mikla athygli. Verk Katrínar TIL STAÐAR er innsetning í náttúru Íslands, sem hún hefur unnið í þremur landsfjórðungum: Á Skarðsströnd, undir Vatnajökli, og í Þistilfirði. Á sýningunni að Nýp eru þrjú ljósmyndaverk Katrínar ásamt heimildum um gerð verkanna. Sýningin að Nýp var opnuð í maí sl. og mun standa út sumarið. Opið skv. samkomulagi; vinsamlega hafið samband s. 8961930.
Ævar Kjartansson hefur stundað háskólanám í stjórnmálafræði og lokið embættisprófi í guðfræði auk þess að vera þjóðkunnur útvarpsmaður, ekki síst fyrir samræðuþætti sína Samtal í Ríkisútvarpinu á Rás 1.