Fyrirlestur Studio Bua þann 17.11. 2022 kl. 17

Fyrirlestur Studio Bua þann 17.11. 2022 kl. 17

Þann 17.11. 2022 kl. 17 mun Studio Bua halda fyrirlestur þar sem fjallað er um endurhönnun og nýja notkun steyptra íbúðar- og útihúsa sem byggð voru snemma á tuttugustu öld á Skarðsströnd við Breiðafjörð. Arkítektarnir munu jafnframt sýna dæmi um önnur slík verkefni sem þau eru að vinna að
eða hafa nýlega lokið við.

English:
Studio Bua’s lecture will focus on the theme of redesign and re-use in architecture.
The architects will illustrate how they deal with this theme with three case studies. Two of these are former farms situated in Skarðsströnd and the third is an extension to a listed cottage in the UK. They will also show snapshots of other projects ongoing or finished in the studio.

Video upptaka af fyrirlestrinum er hér að neðan.

Recording from the lecture is here below.



The RIBA Journal 2020: Grein um Nýpur- verkefni Studio Bua eftir arkítektinn Guju Dögg HauksdótturPdf bæklingur.

 

 


Samtal Katrínar Sigurðardóttur og Ævars Kjartanssonar um verkið “Til staðar”

Samtal Katrínar Sigurðardóttur og Ævars Kjartanssonar um verkið “Til staðar”

Samtal Katrínar Sigurðardóttur og Ævars Kjartanssonar um verkið “Til staðar”

Samræða um verk Katrínar Sigurðardóttur TIL STAÐAR Að Nýp á Skarðsströnd þann 25.júlí 2021.

Ævar Kjartansson ræddi við Katrínu um verkið, tilurð þess og framkvæmd, en einnig um margslungnar vísanir verksins í veruleika samtímans.

Samtalið birtist einnig á www.artzine.is ásamt texta Þóru Sigurðardóttur


Katrín Sigurðardóttir hefur á ferli sínum sýnt skúlptúra, teikningar, ljósmyndaverk og stórar innsetningar. Hún hefur m.a. verið fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum, á Sao Paulo Tvíæringnum í Brasilíu, Momentum í Noregi og Rabat tvíæringnum í Marokkó. Einkasýning hennar í Metropolitan safninu í New York borg árið 2010 vakti mikla athygli. Verk Katrínar TIL STAÐAR er innsetning í náttúru Íslands, sem hún hefur unnið í þremur landsfjórðungum: Á Skarðsströnd, undir Vatnajökli, og í Þistilfirði.  Á sýningunni að Nýp eru þrjú ljósmyndaverk Katrínar ásamt heimildum um gerð verkanna. Sýningin að Nýp var opnuð í maí sl. og mun standa út sumarið. Opið skv. samkomulagi; vinsamlega hafið samband s. 8961930.

Ævar Kjartansson hefur stundað háskólanám í stjórnmálafræði og lokið embættisprófi í guðfræði auk þess að vera þjóðkunnur útvarpsmaður, ekki síst fyrir samræðuþætti sína Samtal í Ríkisútvarpinu á Rás 1.

KERAMIK BRENNSLA Í ELDOFNINUM 3.-6. júní 2021

KERAMIK BRENNSLA Í ELDOFNINUM 3.-6. júní 2021

KERAMIK BRENNSLA Í ELDOFNINUM 3.-6. júní 2021

Brennuvargar, félagasamtök tíu leirlistamanna, munu dvelja að Nýp og brenna verk sín í eldofninum sem þar er. Verk listamannanna sérstaklega gerð til að heiðra minningu Guðríðar Þorbjarnadóttur, sem talin er víðförlasta kona heims á miðöldum. Sérstök áherslu verður á notkun íslenskra jarðefna í glerungum þessarra verka. Brennslustjóri er Bjarnheiður Jóhannsdóttir. Verkin verða til sýnis að Nýp dagana 6. – 19. júní nk.
 
Opið hús verður að Nýp þann 6. júní kl. 15:00-17:00
 
Allir velkominir.

Hetjusögur; ljósmæður í ljóði og sögu

Hetjusögur; ljósmæður í ljóði og sögu

Hetjusögur; ljósmæður í ljóði og sögu

Stories of Heroes; Midwifes in Poems and Tales

Laugardag 1. ágúst kl. 15:00

Á árunum 1962–1964 komu út bækurnar Íslenzkar ljósmæður I–III, þar sem prentaðir voru æviþættir og endurminningar 100 íslenskra ljósmæðra sem flestar voru að störfum á síðari hluta 19. aldar og fram eftir 20. öld. Kristín Svava Tómasdóttir ljóðskáld og sagnfræðingur hefur ort kvennasögulegan ljóðabálk upp úr verkinu, sem væntanlegur er á bók undir titlinum Hetjusögur. Hún mun lesa upp úr ljóðunum og ræða ólíkar aðferðir ljóðlistar og sagnfræði og stöðu kvenna í þjóðarsögunni, auk þess að rifja upp afrek nokkurra ljósmæðra úr nágrenninu.

Þökkum Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi og Markaðsstofu Vesturlands veittan stuðning.

Júlí  tónleikar

Júlí tónleikar

Júlí tónleikar

Musical Event

Laugardag 11. júlí 2020 kl. 17:00 munu trommarinn Magnús Trygvason Eliassen, bassaleikarinn Ingibjörg Elsa Turchi og gítarleikarinn Hróðmar Sigurðsson leika á Nýp á Skarðsströnd. Þau þrjú hafa spilað saman í ýmsum verkefnum og mun efnisskráin samanstanda af frumsömdum lögum eftir þau, auk vel valinnar tónlistar sem þeim finnst sérstaklega skemmtilegt að spila.

Þökkum Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi og Markaðsstofu Vesturlands stuðninginn.