Nýp retreat

Fyrir konur – kyrrð, heilnæmur matur, tónheilun, mjúkt jóga og samvera í náttúrunni.

Nánari upplýsingar: nyp.is/retreat og retreat@nyp.is 

Slökun og endurnæring á Nýp – jóga retreat fyrir konur (júní 2025)

Komdu í faðm kyrrðarinnar á Nýp, Skarðsströnd við Breiðafjörðinn. Þetta er einstakt tækifæri til að gefa þér tíma fyrir sjálfa þig eða vinkonuhópinn, þar sem þátttakendur njóta tónheilunar, mjúks jóga, gönguferða og nærandi grænkeramáltíða í hlýlegu og fallegu
umhverfi.

Á Nýp sameinast nútímalegur arkitektúr Studio Bua djúpri virðingu fyrir umhverfi og sögu staðarins. Viðbygging Nýp hefur hlotið alþjóðleg arkitektaverðlaun og listaverk prýða rýmin.

Húsið er umkringt stórbrotinni náttúru og stærð hópsins (hámark 12 konur) tryggir rólegt og persónulegt andrúmsloft.

Umsjón annast Sólrún Sumarliðadóttir - staðarhaldari, Hildur Ársælsdóttir – matgæðingur og Vala Sólrún Gestsdóttir – tónheilari og jógakennari.

Tvær helgar eru í boði - annars vegar sumarsólstöðuhelgin 20.-22. júní (hámark 12 þátttakendur) og hins vegar helgin 27.–29.júní (hámark 10 þátttakendur).

Nýp Retreat – Summer 2025 Program

Relaxation and Renewal at Nýp – Yoga Retreat for Women (June 2025)

Immerse yourself in the tranquility of Nýp. This is a unique opportunity to take time for yourself, enjoy yoga, meditation, nature walks, and nourishing plant-based meals in a warm
and beautiful setting.

At Nýp, old and new merge harmoniously, where the modern architecture of Studio Bua meets deep respect for the environment and the site’s history. The newly built extension has received international architectural awards, and original art pieces adorn the spaces.

Surrounded by breathtaking nature, this retreat offers a peaceful and personal experience with a small group (maximum of 12 women). We welcome you in late June to a relaxed atmosphere, gentle yoga sessions, delightful plant-based meals, and moments of deep presence.

Your hosts are Sólrún Sumarliðadóttir – caretaker at Nýp, Hildur Ársælsdóttir – vegan and vegetarian culinary expert, and Vala Sólrún Gestsdóttir – yoga teacher and sound healer.

Two weekends are available:
Summer Solstice Weekend: June 20–22
Second Retreat Weekend: June 27–29

Dagskrá

Föstudagur

11:30-12:30 – Innritun og þátttakendur boðnar velkomnar
12:30-13:30  – Hádegisverður
13:45-15:30 – Fróðleikskorn um Nýp og ganga niður í fjöru. Létt hressing  við heimkomu
16:30-17:15 – mjúkt jóga
17:15-19:00 – frjáls tími
19:00 – Kvöldverður
21:00 – Kvöldhugleiðsla (tónheilun)

Laugardagur

08:00-10:00 – morgunverður
10:30-11:30 – mjúkt jóga, utandyra ef veður leyfir
12:30-13:30  – Hádegisverður
14:00-16:30 – létt ganga og jurtasöfnun fyrir áhugasamar. Kalt bað í ánni að göngu lokinni ef
áhugi er á! Jurtate og létt hressing við eldstæðið ef veður leyfir
16:30-19:00 – frjáls tími
19:00 – Kvöldverður
21:00 – Kvöldhugleiðsla (tónheilun)

Sunnudagur

08:00-10:00 – morgunverður
10:30-11:30 – mjúkt jóga, utandyra ef veður leyfir
11:30-12:30  – Hádegishressing
13:00 – Kveðjustund

 

  • Verð í tvíbýli (viðbyggingu) með snyrtingu inni á herbergi: ISK 127.500
  • Verð í tvíbýli (gamla húsi, 2.hæð) með sameiginlegri snyrtingu á 1.hæð:  ISK 117.500
    Snemmbókunarverð (fyrir 30.apríl):
  • Verð í tvíbýli (viðbyggingu) með snyrtingu inni á herbergi: ISK 117.500
  • Verð í tvíbýli (gamla húsi, 2.hæð) með sameiginlegri snyrtingu á 1.hæð:  ISK 107.500

    Fyrir bókanir og nánari upplýsingar hafið samband á retreat@nyp.is

Schedule

Weekend Highlights:

  • Gentle yoga, both indoors and outdoors (weather permitting).
  • Light hikes and nature experiences.
  • Herbal foraging and warm tea by the fire.
  • Optional cold river bathing for those interested.
  • Evening meditation and sound healing.

Friday

  • 11:30–12:30 – Check-in and welcome
  • 12:30–13:30 – Lunch
  • 13:45–15:30 – Introduction to Nýp and a walk to the shoreline. Light refreshments upon return
  • 16:30–17:15 – Gentle yoga
  • 17:15–19:00 – Free time
  • 19:00 – Dinner
  • 21:00 – Evening meditation (sound healing)

Saturday

  • 08:00–10:00 – Breakfast
  • 10:30–11:30 – Gentle yoga, outdoors if weather allows
  • 12:30–13:30 – Lunch
  • 14:00–16:30 – Light walk and herbal foraging for those interested. Optional cold river bath after the walk! Warm tea and light refreshments by the fire
  • 16:30–19:00 – Free time
  • 19:00 – Dinner
  • 21:00 – Evening meditation (sound healing)

Sunday

  • 08:00–10:00 – Breakfast
  • 10:30–11:30 – Gentle yoga, outdoors if weather allows
  • 11:30–12:30 – Light lunch
  • 13:00 – Farewell

Vala Sólrún Gestsdóttir, Hildur Ársælsdóttir og Sólrún Sumarliðadóttir.

Hildur, Vala og Sólrún kynntust upphaflega í gegnum tónlistarnám og hafa allar haft tónlist að atvinnu á sínum ferli. Vegir þeirra hafa oft legið saman í gegnum tónlistina og síðustu ár hafa Sólrún og Hildur einnig báðar lagt stund á keramik í stúdíói Reykjavík Clay.

Vala Gestsdóttir er tónlistarkona, tónheilari og jógakennari með áralanga reynslu af því að vinna með hljóðbylgjur til að stuðla að djúpri slökun og innri ró.

Vala er menntuð í tónsmíðum, hljóðfræði og hljóðupptökum, en hún lauk BA prófi í Tónsmíðum og Meistaragráðu í Sköpun, Miðlun og Frumkvöðlastarfi við Tónlistardeild LHÍ.

Vala lærði einnig hljóðfræði og hljóðupptökur við SAE Institute í London og Tónheilun hjá Acutonics í Englandi. Vala útskrifast úr jógakennaranámi í maí 2025.

Hildur Ársælsdóttir er næringarfræðingur með BSc gráðu frá Háskóla Íslands og brennandi áhuga á hollri og bragðgóðri matargerð. Hún og móðir hennar, Solla Eiríks, hafa staðið fyrir hinu vinsæla námskeiði Meira grænt, þar sem þær miðla þekkingu sinni á næringarríku
grænkerafæði. Þær hafa einnig skrifað saman fjölda matreiðslubóka sem endurspegla skapandi og heilsusamlega nálgun þeirra á mat.

Hildur stýrir uppskriftavefnum himneskt.is, þar sem hún deilir ljúffengum og næringarríkum uppskriftum fyrir þá sem vilja njóta matar í jafnvægi við líkama og náttúru.

Sólrún Sumarliðadóttir er tónlistarkona, menningarstjórnandi og kennari að mennt með djúpa ástríðu fyrir listum, náttúru og samfélagsuppbyggingu. Hún hefur starfað víða í menningargeiranum, bæði sem tónlistarkona og verkefnastjóri, og hefur m.a. sinnt stefnumótun í menningarmálum fyrir ríki og borg. Í dag starfar hún sem
aðstoðarskólameistari Menntaskóla í tónlist.

Sólrún og fjölskylda hafa staðið fyrir uppbyggingu á Nýp í yfir 20 ár af natni og með virðingu fyrir umhverfi og nærsamfélagi. Sólrún leggur áherslu á að skapa hlýlegt og lifandi rými þar sem þátttakendur geta fundið innri ró og tengst náttúrunni.