Nýsköpun og upplýsing á 18. öld

Erindi um Magnús Ketilsson (1732-1803) 24. ágúst kl. 14:00 að Nýp á Skarðsströnd

Fyrirlesarar Hrafnkell Lárusson sagnfræðingur
og Sigurbjörn Einarsson jarðvegsfræðingur.

Fjallað var um Magnús Ketilsson (1732-1803) í Búðardal á Skarðsströnd, sýslumaður Dalasýslu, frumkvöðull í ræktun, ein helsti forsvarsmaður Hrappseyjarprentsmiðju, rithöfundur og upplýsingarmaður.

Í erindi sínu: “Upplýsing gegn hjátrú. Um viðhorf og skrif Magnúsar Ketilssonar sýslumanns í Búðardal” ræddi Hrafnkell Lárusson um Magnús sem frumkvöðul á 18. öld, merkisbera róttækra hugarfarsbreytinga og úrbóta í verklegum og andlegum efnum. Hrafnkell ræddi hvernig þessi viðhorf birtust í ritum Magnúsar sem flest komu út á vegum Hrappseyjarprentsmiðju, fyrstu veraldlegu prentsmiðju landsins.

Í erindi sínu: “Ræktunarmaðurinn Magnús Ketilsson í Búðardal á Skarðsströnd” ræddi Sigurbjörn Einarsson um mótun Magnúsar Ketilssonar sem ræktunarmanns, helstu þætti í ræktunarstarfi hans og hvernig hann varð áhrifavaldur í nýsköpun og ræktun.
Að loknu málþingi léttar veitingar en síðan farið í heimsókn í Búðardal á Skarðsströnd; Benedikt Eyjólfsson og Margrét Beta Gunnarsdóttir tóku á móti gestum og greindu frá staðnum.