ALLA ÞESSA LEIÐ /ALL THIS WAY

ALLA ÞESSA LEIÐ /ALL THIS WAY

English below

ALLA ÞESSA LEIÐ og örlítið lengra…

Alla þessa leið dregur fram hljóðláta seiglu efnis í tímans rás og úr móðu fjarlægðar. Á sýningunni verða teikningar og skúlptúrar sem í felst íhugun um rekatré og leifar af ýmsu tagi í margskiptum takti eyðingar, uppsöfnunar og rofs. Miðlægt í sýningunni er áþreifanlegt en hægfara ferli teikningar,: ógrynni punkta, fíngerðar línur, agnir. Sum verkanna þéttast og dökkna með sífelldri endurtekningunni og lagskiptum viðbótunum; önnur eru sífellt þurrkuð út þar til ný og fínleg smáatriði koma í ljós—óhlutbundnir fletir og leifar, breytileg, nánast eins og jarðlög.

Þetta eru ekki einungis teikningar af reka, heldur myndir af viðloðun og umbreytingu — sandur, húð, hafsbotn, jafnvel ósýnilegar agnir mengunar í lofti, á láði og í legi. Fletir sem eru í senn bæði mynd og ummerki; myndefni og aðferð verða eitt. Teikningarnar bjóða ekki upp á fyrirhafnalausa skoðun, heldur kalla eftir augum sem skynja vinnu listamannsins: einbeitta, langvarandi, niðursokkna.

Rekaviðurinn er miðlægur í mörgum verkanna sem hvortveggja, efni og myndlíking. Á Íslandi, þar sem innlendur trjáviður er af skornum skammti miðað við mörg önnur svæði, hefur rekaviður lengi haft djúpa hagnýta og menningarlega þýðingu. Hann barst yfir hafið frá fjarlægum ströndum og hélt lífi í afskekktum byggðum, þar sem hann var notaður til húsbygginga, eldiviðar, útskurðar og hvers kyns smíða. Saga hans er full af togstreitu og umhyggju: viðurinn tilheyrði þeim sem áttu landið þar sem hann rak á fjörur, og trjábolir voru merktir eiganda áður en þeim var safnað. Með tímanum, í salti og sjó, varð viðurinn harður—veðraður, umbreyttur, en varðveittur.

Þessi tilfinning umsköpunar  teygir sig inn í þrívíð verk sýningarinnar: sandblásnir ofnhlutar, gervisteinvölur, ljósapera fyllt sandi. Þessi hlutir—líkt og teikningarnar—segja frá iðnaði, leifum, samþjöppun og snertingu. Hægt er að lesa þá sem fornleifar, heimilistæki eða framtíðartilgátu, allt eftir því hve lengi áhorfandinn dvelur við.

Það sem á er horft hér er aldrei alveg endanlegt. Teikning getur birst sem hafsbotn eða húð, sem set eða ryk. Hún gæti verið yfirborð einhverra fornleifa eða nýlegt ör. Allt í Alla þessa leið hefur ferðast—yfir höf, gegnum minni, með handarhreyfingu. Teikningar og skúlptúrar, í sinni hljóðlátu ákefð, endurspegla ferðalag rekaviðarins: mótaður af öflum sem við stjórnum ekki, umbreyttur með tímanum, og færður—að lokum—hingað.

Þetta eru verk sem fjalla ekki aðeins um það sem er sýnt, heldur hvernig það er sett fram. Og þau minna okkur á að: komustaður er ekki endapunktur—heldur framhald, uppsöfnun, endurkoma.

Becky Forsythe


All This Way, and a Little More…

All This Way traces the quiet persistence of matter across time and distance. In this exhibition, drawings and sculptural works form a meditation on driftwood, debris, and the layered rhythms of accumulation and erosion. At the center is a slow, tactile drawing process: countless dots, fine lines, grains. Some works grow dense and dark through repetition; others are erased and reworked until new details emerge—abstract, mutable, almost geological.

These are not just depictions of driftwood, but images of what clings to and transforms it—sand, skin, the seabed, even imagined particles of pollution. Surfaces that are both image and trace. What’s seen and what’s drawn blur together, so that subject and method become one. The drawings resist easy recognition, and instead they invite a kind of looking that mirrors the artist’s making: attentive, durational, immersed.

Driftwood is central to many of the works and is both a material and a metaphor. In Iceland, a land with fewer native trees than many places elsewhere, driftwood has long held deep practical and cultural significance. It arrived across the ocean from distant shores and sustained life in remote regions, where it was used for building, burning, carving, and making. This history is full of tension and care: the wood belonged to those whose land it reached, and logs were marked with ownership before they could be collected. Over time in salt and sea, the wood hardened—weathered, changed, but preserved.

This sense of transformation extends into the exhibition’s sculptural works: sandblasted furnace fragments, artificial pebbles, a light bulb filled with sand. These objects—like the drawings—speak of industry, residue, compression, and touch. They could be read as archaeological, domestic, or speculative, depending on how long one looks.

Here, what is visible is never quite fixed. A drawing may appear as seabed or skin, as sediment or dust. It may be the surface of something ancient, or a recent scar. Everything in All This Way has traveled—across seas, through memory, via gesture. The drawings and sculptures, in their quiet intensity, mirror the journey of the driftwood: shaped by forces beyond our control, altered through time, and brought—finally—here.

This is work that speaks not only of what is represented, but how. And it reminds us: arrival is never just an end point—it’s a continuation, a layering, a return.

Text © Becky Forsythe 2025


Gústav Geir Bollason (1966) er listamaður og kvikmyndagerðarmaður, búsettur á Norðurlandi í litla strand þorpinu Hjalteyri þar sem hann stýrir sýningarrýminu Verksmiðjan á Hjalteyri. Verk Gústavs eru fyrst og fremst eins konar svörun við landslaginu og lífinu sem það býr yfir. Hann býr til teikningar, skúlptúra, hreyfimyndir, myndbönd og kvikmyndir og sameinar oft þessa miðla í innsetningum sem kynda undir skáldaða framlengingu veruleikans. Í verkum sínum einbeitir hann sér oft að takmörkuðum svæðum, auðnum og rústum. Þessir staðir bjóða upp á næg tækifæri til að kanna efni, þar á meðal breytingar á umhverfinu, hnignun, orku- og efnisnotkun og sögur og goðsagnir sem búa í landslaginu. Í óreiðu og rotnun dregur Gústav fram þau tækifæri sem umbreytingar og tími bjóða upp á.


Gústav Geir Bollason (1966) is an artist and filmmaker who lives in the north of Iceland, in the small coastal village of Hjalteyri, where he manages the local art space Verksmiðjan á Hjalteyri. Gustav’s artistic practice is primarily a response to the landscape and the life it harbours. Creating drawings, found-object sculptures, animations, videos, and films, he often combines these media in installations that give rise to fictional extensions of reality. In his works he often focuses on liminal zones, wastelands, and ruins. These sites afford rich opportunities to explore subjects including environmental change, energy and material use, and entropy, as well as the stories and myths embedded in landscapes. In disorder and decay, Bollason highlights the opportunities offered by change and the passage of time.


Nýp Sýningarrými er aðili að Samtökum um listamannarekin myndlistarými. Sýningin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Vesturlands og Starfslaunasjóði myndlistar.

Fyrir frekari upplýsingar eða viðtalsbeiðnir, vinsamlega hafið samband við: Gústav Geir veroready@gmail.com, Becky Forsythe s. 865 6978 eða nyp@nyp.is

Sýningin er gerð möguleg með stuðningi Myndlistarsjóðs, Starfslaunasjóðs myndlistarmanna og Frumkvæðissjóðs DalaAuðs.