Þari

Seaweed in tidal pools, Breidafjordur, Iceland

 

Söl, þari og japönsk matargerðarlist við Breiðafjörðinn með Kuniko Ibayashi og Karli Gunnarssyni 

Sunnudagur 13. júlí, Þriðjudagur 15. júlí

Í sumar munum við í fyrsta sinn bjóða upp á námskeið um söl, þara og japanska matargerð að Nýp á Skarðsströnd. Kuniko Ibayashi kemur frá Tokyo til að kynna okkur kyngimagn japanskrar matargerðarlistar þar sem grænmeti sjávarins kemur sterklega við sögu. Karl Gunnarsson sjávarlíffræðingur mun ganga með þátttakendum í sölvafjöru í Salthólmavík og leiðbeina um þörunga- og sölvatínslu.

 

Dagskrá



12:00 Mætt við félagsheimilið Tjarnarlund, Saurbæ.
12:15 Farið í fjöruna við Salthólmavík, gengið út á Sölvatanga.
13:00 Sölvatínsla undir leiðsögn Karls.
14:30 Komið að Nýp á Skarðsströnd. Létt hressing.
15:00 Kynning Karls. 
16:30 Sýnikennsla Kuniko.
18:30 Létt máltíð með sjávarfangi.

Vinsamlegast verið klædd eftir veðri og takið með ykkur gúmmístígvél, lítil eldhússkæri eða góðan vasahníf.

Fjöldi þátttakenda 12 manns.

 

Verð & skráning

Námskeiðsgjald kr. 15.000

Skráning thora@this.is

 

Karl Gunnarsson sjávarlíffræðingur

Karl Gunnarsson sjávarlíffræðingur er löngu kunnur sem einn af helstu sérfræðingum á sviði sjávarlíffræði, en hann hefur stundað rannsóknir á lífríki sjávarins við Ísland í áratugi. Hann hefur og sinnt kennslu við Háskóla Íslands en lengst af hefur hann unnið að rannsóknum við Hafrannsóknastofnun Íslands. Karl hefur skrifað fjölda greina um rannsóknir sínar sem hafa birst í alþjóðlegum tímaritum og nýlega birtist eftir hann áhugaverð grein um rannsóknir hans á rauðþörungum við Ísland og Færeyjar. Karl safnar matreiðslubókum um þörunga og nýjasta eftirlæti hans er bók Dr. Prannie Rathigan frá Írlandi um “þörungaeldhúsið” The Seaweed Kitchen.

Karl Gunnarsson, marine biologist at work, Iceland.

Karl við rannsóknir sínar hjá Hafrannsóknastofnun


Japanski matgæðingurinn Kuniko; grænmeti hafsins og UMAMI Íslands.

Kuniko Ibayashi Changchien sem búsett er í Tokyo, á rætur sínar á Japönsku eyjunni Hokkaido. Umhverfis eyjuna eru umfangsmestu þörungaræktarsvæði í Norður-Kyrrahafi. Kuniko hóf þjálfun sína í matargerðarlist í borginni Sapporo sem er kunn fyrir matarmenningu sína, en útvíkkaði reynslu sína í borginni Kyoto, sem er höfuðsetur menningar og matar í Japan. Þorsti eftir meiri þekkingu og ævintýrum leiddu hana til Bandaríkjanna þar sem hún bjó um 35 ára skeið uns hún snéri aftur til Japans árið 2008.

Orðstír Kuniko og þekking hennar barst út meðal þeirra í New York sem kunna að meta gæðahráefni og sælkeramatreiðslu. Margir tengja japanska matreiðslu við sushi, en hrár fiskur og hrísgrjón segja lítið um sannindi einfaldleikans og list bragðsins sem eru raunveruleg einkenni hefðbundinnar japanskrar matreiðslu. Japönsk matargerðarlist tvinnar saman mismunandi bragð þannig að fullkomið jafnvægi næst á tilgerðarlausan og náttúrulegan hátt – með fagufræði augans að leiðarljósi. Matargerðin byrjar með dashi sem er soð af stórþara(kombu) og bonito flögum. Mikilvægasti eiginleiki soðsins er fimmta bragðskynjunin – sem er viðbót við sætt bragð og súrt, beiskt og salt, svo einstaklega túlkað í japanska orðinu, UMAMI.

Matreiðsla Kuniko felur í sér kjarnann í UMAMI – og svo dularfullt sem það kann að hljóma þá er það sáraeinfalt að upplifa hin einstöku bragðgæði ferskra hráefna viðkomandi staðar, þegar þeim er blandað – í réttum hlutföllum – við sjávarþörunga. Þekking hennar miðlar UMAMI með einstökum hætti inn í fjölskrúðugar matarhefðir heimsins. Það er okkur mikill heiður að hún skuli vera tilbúin til að taka þátt í námskeiðinu að Nýp.

Kunkiko Ibayashi Changchien  prepares seaweed at home in Tokyo.

Kuniko Ibayashi Changchien matreiðir úr þara í eldhúsi sínu í Tokyo

Kuniko´s Recipes

Kuniko’s Recipes A4 PDF

 

Saga þaranýtingar á Íslandi

Þari hefur verið notaður á Íslandi frá örófi alda.

 

Safaríkar og áhugaverðar bækur um þörunga

Prannie Rhatigan´s Irish Seaweed Kitchen

Irish Seaweed Kitchen by Prannie Rhatigan

 

An Ocean Garden: The Secret Life of Seaweed by Josie Iselin

An Ocean Garden by Josie Iselin

 

Seaweeds: Edible, Available & Sustainable by Ole G. Mouritsen

Ole G. Mouritsen er danskur prófessor í lífefnafræði með mikla ástríðu fyrir þörungum og matargerðarlist

Seaweeds: Edible, Available, Sustainable by Ole

Hann er einnig höfundur bókanna Umami and Sushi

Umami by Ole Mouritsen Sushi by Ole Mouritsen

 

Þörunga og Umami krækjur

Everything you wanted to know about seaweed but where afraid to ask

Icelandic Fisheries

Alge Center Denmark

Umami info

Dashi

 

Þaraframleiðendur á Íslandi

Seaweed Iceland Grindavík

Seaweed Iceland er styrktaraðili námskeiðsins um söl, þara og japanska matargerðarlist við Breiðafjörðinn. Við þökkum Gretti Hreinssyni, frumkvöðli fyrirtækisins og þörungabónda, margfaldlega fyrir örlátan stuðning. Framleiðsla Grettis er handunnin, hann uppsker kombu, royal kombu, wakame og söl frá strandlengjunni við Reykjanes. Vinnslan er að öllu leyti sjálfbær og þörungaskurðurinn stuðlar jafnvel að auknum vexti þörunganna rétt eins og þegar t.d. rifsberjarunnarnir eru klipptir til að auka berjauppskeruna.

Sjávarföll við strendur Reykjaness og fjarlægð frá þéttbýlisstöðum gera að aðstæður eru sérstaklega hagstæðar fyrir vöxt þörunga. Jarðhiti er síðan nýttur til að þurrka afurðirnar við lágt hitastig þannig að varðveitist sem best bæði bragðgæði og næringarefni. Þörungarnir eru jafnframt fáanlegir í duftformi til ýmissa nota.

Blaskel.is  Stykkishólmi

Ræktar þörunga og krækling við Stykkishólm (við Breiðafjörð) og sér veitingahúsinu Noma.dk í Kaupmannahöfn fyrir KOMBU.

Islensk hollusta Hafnarfirði

Algae Factory Thorverk, Reykhólum

Þörungaverksmiðjan

 


 

 Tel +354  896 1930 • +354 891 8674 • thora@this.is

Guesthouse Nýp, Skarðsströnd, 371 Dalabyggð, Iceland

(Route 590 – Klofningsvegur, West Iceland)