Steinn Steinarr í 100 ár

15. nóvember 2008

Frumsamið tónverk Snorra Sigf’uss Birgissonar “Kveld við Breiðafjörð” frumflutt á Hátíðardagskrá í Tjarnarlundi, Saurbæ, Dalabyggð 15. nóvember 08. Verkið er hluti tónverks Snorra “Steinn í Tjarnarlundi” sem hann samdi út frá 4 ljóðum Steins Steinarr í tilefni af því að ‘ari[ 2008 eru 100 ár frá fæðingu skáldsins.

Steinn Steinarr átti bernsku sína og unglingsár á Skarðsströnd og í Dölum.
Í tilefni að 100 ára árstíð Steins fékk Nýpurhyrna Snorra Sigfús Birgisson til þess að semja tónverk við valin ljóð Steins, með nemendur Grunnskólans í Tjarnarlundi í huga. Snorri var rausnarlegur og samdi 6 þátta tónverk. Tónverk Snorra inniheldur þættina Forspil, 4 Kvæði og Eftirspil. Þann 15. nóvember var hluti verks Snorra frumflutt af nemendurm Grunnskólans í Tjarnarlundi á Hátíðardagskrá að viðstöddu fjölmenni.

Stjórnandi flutnings var Haraldur G. Bragason skólastjóri Tónlistarskóla Dalasýslu. Sá þáttur verksins sem frumfluttur var heitir “Kveld við Breiðafjörð”. Tónlistarflutningurinn var hljóðritaður fyrir RÚV rás1 og var upptökunni útvarpað í þætti Elísabetar Indru Ragnarsdóttur um listir og skapandi starf með börnum; STJÖRNUKÍKI.
Markmið verkefnisins Steinn Steinarr í 100 ár var að kynna börnum og ungmennum í Dalabyggð vinnubrögð tónskálds og kveikja áhuga þeirra á nýsköpun á sviði tónlistar sem byggir á menningararfi heimabyggðar þeirra. Menningarráð Vesturlands styrkti verkefnið.

Snorri Sigfús Birgisson er eitt fremsta núlifandi tónskáld okkar íslendinga. Hann hefur starfað í Reykjavík sem tónskáld, píanóleikari, tónlistarkennari og stjórnandi síðan hann kom heim frá námi (1980). Hann hefur samið einleiksverk, kammertónlist, raftónlist, kórtónlist og sinfónísk verk og er félagi í Caput-hópnum.