Sé (að Nýp)

Sé (að Nýp)

Sé (að Nýp)

29.05.-15.09. 2022

Ráfa, horfa, grípa, krafsa, skoða, pota, brenna, grafa, geyma, nota.

Með verkinu Sé (að Nýp) vefur Brák Jónsdóttir saman þræði veruleika og ímyndunar við rannsókn á umhverfi sínu.

Vísanir verksins í heim vísinda, safna, geymslu og myndlistar varpa ljósi á dvöl listamannsins að Nýp í aðdraganda að vinnslu verksins. Gler spilar stórt hlutverk í innsetningunni; horft er inn um það, út um það, gegnum það. Áhorfandinn stendur andspænis þeim viðhorfum mannsins að meta náttúruna út frá sjálfum sér, aðskilja sig frá henni, fanga hana, færa hana úr stað og laga að eigin afstöðu.

Brák Jónsdóttir (f. 1996) er sjálfstætt starfandi myndlistarmaður og fjalla verkefni hennar um samband fólks og náttúru. Hún vinnur gjarnan með staði þar sem menning og náttúra mætast og valdið sem þar birtist. Brák dregst að hinu sjaldgæfa og hversdagslega í senn, í anda arfleiðar Cabinets of curiosities. Það birtist í áhuga hennar á því sem er einstakt hvað varðar áferð og lit, því sem er dularfullt og tengist jafnvel hinu yfirnáttúrulega.

Nýp-sýningarrými er opið samkvæmt samkomulagi, hringið í síma 8961930 eða sendið erindi á nyp@nyp.is


 

“Oh steady now
Everything in its place
Steady now”
– Jason Molina (Magnolia Electric Co. – Steady Now)

There is a place for the inside and there is a place for the outside, Brák Jónsdóttir has made a place for the parts in between, a filter to blur these borders. In the exhibition See, there are two wooden structures placed precariously in the windows of the gallery, intuitively yet carefully constructed, shelf by shelf. Brák has embraced the history and previous function of the wooden material, with its blemishes and sun bleached spots. What was perhaps once a bookshelf or cupboard is now an open scaffolding displaying glass panes, jars and ornaments, filled with unspecific specimens of the land around Nyp. Within these jars and containers is where the outside is contemplated, she has collected stones, seaweed, leaves, rotten wood and other items from around the exhibition site, just as she collected the wood and glass to house them. These objects are brought inside and they play with our focus of the outside, a filter or a threshold to pinpoint the vague idea of ones surroundings.

This installation contemplates the very human act of displaying objects of intrigue and beauty, referencing the history of cabinets of curiosity and their amalgamation of science and art. Whilst these cabinets suggest hiddenness and sacredness, Brák’s open and fragile structure allows for ethereal and abstract notions to be displayed. There are shadows and lines cast by the stained glass. There is water with its unknown origin, evaporating and blending with plants and remnants of wood and stone. There is the colour of the glass that changes with the daylight. You can look at what is within these jars, or just as easily peak through to where they once existed, in sight but out of reach. She has taken moments of intrigue and inquiry, experimenting with time and space trapped in glass and barely preserved, left to deteriorate, change, sprout and grow.

When arriving somewhere new, you gather your surroundings, collect your thoughts, and in such an affecting landscape there is plenty to gather. Brák has gathered the immaterial feeling of arriving somewhere beautiful.

Text © Joe Keys 2022

Sýningin er gerð möguleg með stuðningi Myndlistarsjóðs og Sóknaráætlun Vesturlands

No Results Found

The page you requested could not be found. Try refining your search, or use the navigation above to locate the post.

KERAMIK BRENNSLA Í ELDOFNINUM 3.-6. júní 2021

KERAMIK BRENNSLA Í ELDOFNINUM 3.-6. júní 2021

KERAMIK BRENNSLA Í ELDOFNINUM 3.-6. júní 2021

Brennuvargar, félagasamtök tíu leirlistamanna, munu dvelja að Nýp og brenna verk sín í eldofninum sem þar er. Verk listamannanna sérstaklega gerð til að heiðra minningu Guðríðar Þorbjarnadóttur, sem talin er víðförlasta kona heims á miðöldum. Sérstök áherslu verður á notkun íslenskra jarðefna í glerungum þessarra verka. Brennslustjóri er Bjarnheiður Jóhannsdóttir. Verkin verða til sýnis að Nýp dagana 6. – 19. júní nk.
 
Opið hús verður að Nýp þann 6. júní kl. 15:00-17:00
 
Allir velkominir.